Musk kallar ráðherra heimskan og homma
- by Visir
- Oct 24, 2025
- 0 Comments
- 0 Likes Flag 0 Of 5
Sjá einnig: Deilurnar halda áfram og Musk boðar „Ameríkuflokkinn“
Wall Street Journal sagði frá því fyrr í vikunni að Trump væri nærri því að komast að niðurstöðu um hver myndi stýra NASA. Aðrir miðlar hafa sagt frá því að innan Hvíta hússins sé fólk reitt Duffy, vegna óreiðunnar sem hann hefur verið sakaður um að skapa og vegna þess að hann hafi reitt Musk til reiði. Starfsmenn Trumps vilji ekki opna sárið milli Musks og forsetans aftur, ef svo má segja.
Kallar Duffy heimskan
Eins og bent er á í grein í New York Times brást Musk reiður við áðurnefndum ummælum Duffys um SpaceX og það að hann hafi reynt að standa í vegi Isaacmans. Hann hefur ítrekað kallað hann heimskan á samfélagsmiðlum og gefið í skyn að Duffy væri samkynhneigður.
Musk hefur einnig sakað Duffy um að setja geimfara í hættu og ógna lífum þeirra. Það sé vegna þess að Duffy virðist ætla að stytta sér leiðina til tunglsins, ef svo má segja.
„Að láta mann sem veit nákvæmlega EKKERT um eldflaugar og geimför grefur undan geimvísindaáætlun Bandaríkjanna og er ógn við geimfara okkar,“ sagði Musk í einni færslunni um Duffy á X. Í annarri kallaði hann Duffy „hættulega“ heimskan.
Í enn einni færslunni sagði Musk svo að yfirmaður NASA gæti ekki verið einstaklingur með tveggja tölustafa greindarvísitölu. „Sean heimski (Dummy) er að reyna að drepa NASA!“ skrifaði hann einnig.
Duffy sjálfur deildi færslu frá Musk, þar sem auðjöfurinn sagði að SpaceX stæði öðrum fyrirtækjum sem eiga í framleiðslu eldflauga og geimfara mun framar. Hann hélt því svo fram að Starship myndi á endanum vera notað eitt og sér til að flytja geimfara til tunglsins.
Ráðherrann sagðist hrifinn af ástríðu Musks og sagði kapphlaupið til tunglsins hafið. Duffy sagði einnig að góð fyrirtæki ættu ekki að óttast samkeppni. Hún hjálpaði Bandaríkjunum öllum.
Love the passion.
Please first to comment
Related Post
Stay Connected
Tweets by elonmuskTo get the latest tweets please make sure you are logged in on X on this browser.
Energy




